
“Kenía er engri lík!”
“Ferðin með Ferðasýn var svo miklu meira en bara golfferð þó vissulega væru vellirnir fyrsta flokks og allar aðstæður til fyrirmyndar. Nálægðin við fíla, gíraffa, sebrahesta og öll hin hitabeltisdýrin í safaríunum var mögnuð upplifun.
Áhrifaríkust voru þó kynnin af fólkinu sjálfu, menningu þess og aðstæðum. Keníabúar eru með eindæmum gestrisnir, hlýir, kurteisir og léttir í lund. Börnin stálu hjarta mínu með kurteisi sinni, dugnaði og jákvæðni gagnvart því að deila kenískri menningu með gestunum.
Kynni mín af fólkinu í Kenía breytti ekki aðeins skynjun mína á Afríku heldur sjálfri mér. Enginn kemur óbreyttur frá Kenía!
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir”
Golfið og vellirnir
Loftslagið í Nairobi er einstaklega milt og þægilegt, sem skapar kjöraðstæður fyrir golf. Borgin er í um 1600-1700 metra hæð og því verður ekki of heitt. Hitastigið í lok maí er frá um 15 gráðum á nóttunni og upp í 23-25 gráður eftir hádegi. Þunna loftið gerir það einnig að verkum að golfkúlan svífur að jafnaði um 10 metrum lengra.
Windsor völlurinn
er sérlega fallegur golfvöllur. Hann er par 72 og liggur í gegnum skóglendi og gamlar kaffiekrur þar sem er mikið fugla og dýralíf.
Apar eru fastagestir á vellinum. Skógurinn gerir það að verkum að næsta hola kemur aðeins í ljós við komu á næsta teig, fyrir utan holu 1 og 18 sem eru á opnum grænum bölum. Það eru vel yfir sjötíu glompur á vellinum.
Muthaiga golf klúbburinn
er í um 8 mínútna akstur frá Windsor. Þessi völlur er metinn besti völlurinn í Nairobi og þar er Kenya open golfkeppnin haldin árlega. Fyrstu 9 holurnar voru gerðar árið 1913 og árið 1926 var völlurinn stækkaður á 18 holur. Hann var svo endurhannaður á árunum 2004 til 2005 af suður-afríska arkitektinum Peter Matkovich. Muthaiga völlurinn liggur í gegnum Karura skóglendið en er opnari en Windsor völlurinn. Töluvert er af tjörnum og vötnum.
Karen Golf club
Völlurinn er í suðurhluta Nairobi og er staðsettur á fyrrum kaffiekrum Karenar Blixen, hins heimsfræga danska rithöfunds. Hún plantaði þar trjám sem enn er að finna á vellinum í dag. Karen Country Club var stofnaður árið 1937, sama ár og bókin Out of Africa kom út. Völlurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur og einnig þekktur fyrir litskrúðug blómstrandi tré og runna. Hann liggur um votlendi þar sem er að finna mikið fuglalíf og litlar dikdik antilópur. Sjá má Ngong hæðir í bakgrunni.
Keníska ströndin - Vipingo ridge golf club
Vipingo Ridge völlurinn er staðsettur við strönd Indlandshafs og er metinn einn besti golfvöllurin í Kenía. Mikið dýralíf er í kringum völlinn og ekki óalgegt að sjá sebrahesta, antilópur og gíraffa.