norðurhlið Kilimanjaro

“Í byrjun júní fór ég með Ferðasýn til Kenía en það er sú magnaðasta ferð sem ég hef farið í.  Ferðin var mjög vel skipulögð, afslöppuð en mjög fjölbreytt og margt að upplifa þannig að mér leið eins og ferðin hefði staðið yfir í margar vikur!   Söfn, skólaheimsóknir,  safarí, bátsferðir og strönd svo fátt eitt sé nefnt. Ég á pottþétt eftir að fara aftur í ferð með Ferðasýn og mæli 100% með.
- Guðný Margrét Hjaltadóttir”

Að ferðast til Kenía er mikið ævintýri. Með áralanga reynslu og innsýn inn í kenískt samfélag bjóðum við upp á fjölbreyttar sérsniðnar ferðir þangað. Ferðirnar okkar eru mikil upplifun og ævintýri sem er samofið náttúrufegurð, dýralífi og menningu Kenía. Ferðamenn fá að kynnast landi og þjóð á einstakan, persónulegan hátt, bæði í höfuðborginni Nairobi og á landsbyggðinni auk þess að kynnast skólastarfi sem Íslenska barnahjálpin rekur.

Við getum sérsniðið gönguferðir upp á Kilimanjaro efir óskum og þörfum göngufólksins, hvort sem um ræðir einstaklinga eða hópa og skipuleggjum ferðina frá upphafi til enda. Ferðirnar eru ekki bundnar neinum sérstökum fjölda en gott er að ganga að lágmarki tveir. Við erum milliliðalaust í samvinnu við afar reynda tanzaníska leiðsögumenn sem skipuleggja gönguna á fjállið. Hægt er að velja hvaða leið sem er á Kilimanjaro en við mælum sérstaklega með norðurleiðinni.
Gangan tekur á bilinu 6 til 8 daga.

Ferðaplan

Flogið er til Nairobi í gengum Kaupmannahöfn eða Oslo með Qatar airways og þaðan áfram til Nairobi með millilendingu í Doha. Þar hefst ferðin með tveimur dögum í Nairobi. Þaðan höldum við til Lotioktok þar sem við gistum í tvær nætur. Loitoktok og Nairobi eru í rúmlega 1600 metra hæð sem hjálpar til við að aðlagast áður en laggt er af stað á fjallið. Sömuleiðis er þetta tækifæri til að kynnast svæðinu og upplifa menninguna. Gist er í gistihúsum Íslensku barnahjálparinnar í Nairobi og Loitoktok

Við mælum sérstaklega með því að heimsækja skóla Íslensku barnahjálparinnar í bæði Nairobi og Loitoktok, sem er ógleymanleg upplifun.

Þegar komið er niður af fjallinu er frábært tækifæri til þess að upplifa meira af landinu og fara í safarí en ennig er gaman að fara niður að Indlandshafinu og upplifa þar Swahili menninguna, hvítar pálmastrendur og turkisblátt hafið.
Hafið samband til þess að fá verðtilboð!

Hafa samband